Þriðjudagur 27. desember 2005 kl. 17:39
Rúðubrjótar á ferð

Skömmu fyrir hádegi var tilkynnt að rúða hafi verið brotinn í útihurð á Reykjaneshöllinni í Njarðvík. Ekki er vitað hver þar var að verki. Talið er að engu hafi verið stolið þar.
Þá var tilkynnt að fimm rúður hafi verið brotnar í valtara, sem var geymdur utan við Bílaþjónustu Halldórs við Staðarsund í Grindavík, ekki er vitað hver var þar að verki.