Rútuslys við Bláa lónið

Mikill viðbúnaður var á staðnum og fjöldi sjúkrabíla sendur á vettvang enda var tilkynning um fjölda slasaðra óljós.
Snökkir í snúningum
Sjúkraflutningsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja eru heldur betur fljótir í förum. Útkall barst kl. 18:47 vegna rútuslyssins. Kl. 18:54 var fyrsti sjúkrabíll kominn á vettvang slyssins við Bláa lónið og kl. 19:29 var bíllinn kominn á slysadeild Landsspítala í Fossvogi, sem Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri segir hreint ótrúlegan viðbragðtíma og verður án efa fært í bækur sjúkraflutninga sem nýtt met.