Rýmingaræfingar takast vel

Forvarnarfulltrúi Eldvarnareftirlits B.S. mætir í skólanna með reykvél sem spúir gervireyk um húshluta og brunakerfi hússins fer í gang. Á þeim tímapunkti hefst skipulögð rýming á húsnæðinu og útkallsferli slökkviliðsins hefst. Fulltrúi eldvarnareftirlits tímamælir alla verkþætti starfsfólks skólans og slökkviliðsins og fylgist með því að rétt vinnuferli sé viðhaft. Tímamælingar sína að flestir leikskólar á svæðinu eru rýmdir á u.þ.b. einni mínútu. Þess má geta að besti tími til þessa var á rýmingaræfingu sem fram fór í Gerðarskóla s.l. þriðjudag s.l., það tók um 2,5 mínútur að rýma allan skólann að undanskyldum þremur fórnarlömbum (starfsmönnum skólans) sem földu sig og reykkafarar slökkviliðs B.S. þurftu að finna.
Rýmingar verða áfram næstu vikur og í lokinn mun stór æfing verða framkvæmd á Fjölbrautarskóla Suðurnesja, þar mun reyna á að rýma um 800 nemendur ásamt umdeidri aðkomu slökkviliðsins á svæðið á skólatíma.