Fréttir

Samstarf vegna eldgoss
Fimmtudagur 12. ágúst 2021 kl. 08:47

Samstarf vegna eldgoss

Slökkvilið Grindavíkur og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hafa gert með sér samning um gagnkvæma aðstoð vegna eldgoss í Fagradalsfjalli. Samskonar samningur hefur verið gerður við Brunavarnir Árnessýslu.

Samkomulag viðbragðsaðila, þ.e. slökkviliðs og sjúkrabíla, fjallar um samstarf þessara aðila komi til þess að Suðurstrandavegurinn rofni vegna hraunrennslis.