Karlakórinn
Karlakórinn

Fréttir

Samstöðumótmæli Grindvíkinga vegna vinnubragða Þórkötlu
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 24. apríl 2024 kl. 13:56

Samstöðumótmæli Grindvíkinga vegna vinnubragða Þórkötlu

Þeir Grindvíkingar sem eru að nýta sér úrræði ríkisins varðandi uppkaup á eignum í gegnum Fasteignafélagið Þórkötlu, hafa boðað til mótmæla vegna vinnubragðanna.
Í Facebook-atburði segir:
Mótmælum vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu!

Ekkert hefur heyrst frá Fasteignafélaginu Þórkötlu varðandi frekari uppkaup félagsins á eignum Grindvíkinga frá því Grindvíkingar blésu síðast til mótmæla. Þau sem fengu umsókn sína samþykkta í kjölfar þeirra aðgerða mega nú bíða í um þrjár vikur til viðbótar eftir greiðslu frá félaginu.
Kauptilboð renna út, greiðsluflæði til seljenda tefst með tilheyrandi dráttarvaxtakröfum og óvissa í húsnæðismálum Grindvíkinga er orðin óbærileg en þá óvissu sagði ríkisstjórn landsins vera að eyða þann 22. janúar 2024.
Hægagangur kerfisins í heild er óboðlegur og því efnum við til friðsamlegra samstöðumótmæla á Austurvelli föstudaginn 26. apríl klukkan 17:00. Skipuleggjendur mæta með gjallarhorn og er velkomið að hafa með sér eitthvað sem hjálpar okkur við að koma réttmætum kröfum okkar á framfæri.
Helsta krafa mótmælanna er þessi:
UPPKAUP OG UPPGJÖR STRAX!
MÆTTU á Austurvöll á föstudag kl. 17.00, hvort sem þú ert Grindvíkingur eða vilt standa með okkur
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024