Sandgerðingar fá hringtorg

Framkvæmdum á að vera að fullu lokið í byrjun desember á þessu ári en um er að ræða 380 m kafla milli Austurgötu og Vitatorgs. Gert er ráð fyrir að eldra slitlag verði allt rifið upp og nýtt lagt yfir, gangstéttir verða hellulagðrar og lagnir endurnýjaðar.
Á meðfylgjandi loftmynd frá Vegagerðinni sést hvar væntanlegt hringtorg verður.