Fimmtudagur 1. júní 2006 kl. 14:51
Settur í járn eftir ofsaakstur

Lögreglan handsamaði nú fyrir stundu ökumann sem hafði ekið í gegnum Reykjanesbæ á ofsahraða. Fór hann meðal annars eftir Hringbrautinni og stafaði stór hætta af glæfrakstri mannsins. Voru þrír lögreglubílar notaðir við eftirförina, sem endaði með handtöku. Að sögn sjónvarvotts var maðurinn í annarlegu ástandi og þurfti lögregla að snúa hann niður og handjárna.