Fréttir

Síðasta sjóferðin
Þriðjudagur 27. október 2015 kl. 16:00

Síðasta sjóferðin

Lára Magg ÍS hefur farið sína síðustu sjóferð. Nú er verið að taka bátinn á land hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem bátnum verður fargað.

Það er hafnsögubáturinn Auðunn sem var notaður til að draga Láru Magg ÍS síðasta spölinn en bátnum var náð upp af hafsbotni í höfninni í Njarðvík í gærkvöldi.

Það var Köfunarþjónusta Sigurðar ehf. sem sá um björgunina en Lára Magg ÍS hafði legið á botni hafnarinnar frá því í síðustu viku þegar hún sökk þar sem skrokkurinn gaf sig undan fúa.

Meðfylgjandi myndir tók Sigurður Stefánsson kafari nú áðan þegar báturinn var dreginn í slippinn þar sem honum verður fargað.