Fimmtudagur 25. maí 2006 kl. 11:32
Símamas og hraðakstur

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að nota farsíma við aksturinn, án handfrjáls búnaðar, í gær. Þá var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur er hann var mældur á 118 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km.
Þá urðu tveir minniháttar árekstrar milli bifreiða í umdæminu.
Í nótt og í gærkvöldi voru fjórir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók mældist á 125 km hraða.