Fimmtudagur 19. desember 2002 kl. 13:23
Skák og mát

Hrafn Jökulsson, formaður skákfélagsins Hróksins færði s.l. miðvikudag öllum nemendum 3. bekkja og skólunum í Reykjanesbæ bókina Skák og mát, eftir Anatolij Karpov, sem gefin er út af Eddu – miðlun og útgáfu. Með bókagjöf þessari vilja Hrókurinn og Edda sýna hug sinn í verki til skákarinnar – þjóðaríþróttar Íslendinga. Skáklistin hefur fylgt Íslendingum frá upphafi og er merkilegur og lifandi hluti af menningararfinum. Það er mikilvægt að svo verði áfram og því er það von hlutaðeigandi aðila að að bókagjöfin stuðli að stórefldri skákkennslu og skákiðkun í skólum landsins, sem og þróttmiklu skáklífi um land allt, eins og segir í gjafabréfi, sem fylgdi gjöfinni.
Þetta er kærkomin gjöf fyrir grunnskóla bæjarins og á án efa eftir að efla þessa merku íþrótt hér í bæ.
Myndin sýnir nemendur 3.HH og 3.HÞ í Heiðarskóla með bókina góðu, ásamt Hrafni Jökulssyni