Skipað að fjarlægja olíu úr flaki Guðrúnar

NRK segir að Seløy Undervannservice, norska fyrirtækið sem hefur unnið við að bjarga Guðrúnu Gísladóttur, hafi ekki fengið greiðslur frá íslenska félaginu sem á flakið, og sé því að gefast upp á verkinu.Á fréttavef NRK er haft eftir Hill-Marta Solberg, varaformanni norska Jafnaðarmannaflokksins, að meðferð norskra stjórnvalda á málinu sé pólitískt hneyksli þar sem að íslensku eigendunum hafi í heilt ár tekist að tefja björgun skipsflaksins án þess að norsk stjórnvöld grípi inn í málið. Krefst Solberg þess að norski sjávarútvegsráðherrann láti lyfta flakinu af hafsbotni og sendi síðan reikninginn til íslensku eigendanna, en þetta kemur fram á vef mbl.is.