Skógræktarfélag Grindavíkur stofnað

Reyndar hefur starfað skógræktarfélag frá gamalli tíð í Grindavík, en það var lengst af deild í Skógræktarfélagi Suðurnesja (hinu fyrra), sem hætti starfsemi fyrir nokkru. Formaður félagsins er Jóhannes Vilbergsson.
Skógræktarfélag Grindavíkur hefur verið tekið inn í Skógræktarfélag Íslands og er sextugasta aðildarfélag sambandsins. Fjölbreytt verkefni bíða félagsins en félagið hefur meðal annars umsjón með skóglendinu utan í Þorbirni. Þar gæti í framtíðinni orðið til glæsilegt skógræktar- og útivistarsvæði Grindvíkinga.