Föstudagur 7. júní 2002 kl. 11:18
Skólafólk í sumarfrí!

Grunnskólanemendur í Reykjanesbæ komast í langþráð sumarfrí í dag. Skólaslit hafa staðið yfir í morgun í skólum bæjarins. Börn hafa mætt prúðbúin í skólann og mikil spenna að sjá einkunnir vetrarins.Meðfylgjandi mynd var tekin á lokahátíð Holtaskóla í Reykjaneshöll í gærdag.