Skúrir í dag

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðaustan 10-15 m/s og rigning norðvestantil á landinu, en norðan 13-20 og slydda síðdegis. Annars mun hægari vindur og dálítil rigning eða skúrir, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 1 til 12 stig, kaldast á Vestfjörðum.