Skúrir síðdegis

Yfirlit:
Um 200 km S af Vestmannaeyjum er 1000 mb lægð sem fer A. Milli Íslands og Noregs er 1014 mb hæðarhryggur.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðaustanátt, yfirleitt 3-8 m/s, en heldur hvassara við suðausturströndina fram á nótt. Skýjað með köflum og víða skúrir, einkum S-lands en lengst af bjartviði á NA-landi. Norðlægari vestantil síðdegis, en í öðrum landshlutum í fyrramálið. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast suðvestantil, en sums staðar vægt næturfrost norðanlands. Spá gerð 27.05.2006 kl. 06:33
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 3-8 m/s, en norðvestan 3-8 í kvöld. Skýjað að mestu og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 5 til 12 stig.