Fréttir

Mánudagur 10. nóvember 2003 kl. 09:09

Skýjað og rigning

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustlægri átt, víðast 5-10 m/s. Skýjað með köflum norðaustanlands og dálítil rigning um tíma upp úr hádegi. Annars víða súld eða rigning, en úrkomulítið síðdegis. Vaxandi suðaustan- og austanátt og rigning sunnanlands í nótt, víða 13-18 á morgun, en heldur hægari og þurrt að mestu norðanlands. Lægir sunnan- og vestanlands síðdegis á morgun, en fer að rigna fyrir norðan. Hiti yfirleitt á bilinu 5 til 10 stig.