Slagveður fram eftir degi

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Gengur í suðaustan 13-18 m/s með rigningu sunnan- og vestanlands, en hægari og dálítil rigning norðaustanlands eftir hádegi. Snýst í suðvestan 10-15 með skúrum suðvestanlands síðdegis og lægir og léttir til norðan- og austanlands í kvöld. Vestlæg átt á morgun, víða 8-13 og skúrir eða dálítil rigning. Hlýnandi veður og hiti 10 til 15 er kemur fram á daginn, en heldur svalara á morgun.