Fimmtudagur 9. desember 2004 kl. 10:04
Slapp án meiðsla eftir árekstur

Bifreið skemmdist mikið eftir að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á bifreiðastæði fjölbýlishúss í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Skall bifreiðin á handriði verandar á jarðhæð hússins, en þrátt fyrir skemmdir á bílnum slapp ökumaður án teljandi meiðsla.