Þriðjudagur 7. mars 2006 kl. 08:52
Slydda eða él á morgun

Veðurlýsing: Kl. 06 var suðaustlæg átt, allhvöss og snjókoma norðaustantil en mun hægari og sums staðar skúrir eða él annars staðar. Hiti 0 til 4 stig, en sums staðar vægt frost fyrir norðan.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðaustan 8-13 m/s og rigning, en suðvestlægari og skúrir síðdegis. Hiti 1 til 7 stig. Hægari vindur á morgun og dálítil slydda eða él.