Slydda í kvöld

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðvestanátt, 15-20 m/s við norðausturströndina, annars mun hægari. Él norðanlands, en léttskýjað á Suðausturlandi. Frost 0 til 8 stig. Vestlæg átt 5-10 m/s síðdegis og slydda vestantil á landinu í kvöld. Vaxandi suðvestanátt á morgun, 13-18 m/s síðdegis en hægari austanlands. Rigning eða skúrir S- og V-lands og hiti 1 til 8 stig.