Sól um helgina
Samkvæmt veðurspá fyrir helgina á vef Veðurstofu Íslands má búast við að sólin láti sjá sig bæði á laugardag og sunnudag á Suðurnesjum. Útlit er fyrir að hitinn verði á bilinu 10 til 12 stig og ekki er von á neinni rigningu en skýjað gæti orðið á köflum. Samkvæmt spánni verður vindur 5 til 10 metrar á sekúndu.