Sólarkaflinn búinn í bili
Búast má við þungbúnu veðri og einhverri vætu næstu daga við Faxaflóann, samkvæmt veðurspá. Í dag er reiknað með suðvestan 3-8 m/s og dálítilli rigningu eða súld fram yfir hádegi, en síðan þurrt að mestu. Suðlægari og rigning á morgun. Hiti 10 til 16 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðvestan 3-8 m/s og dálítil væta fram yfir hádegi, en síðan þurrt að mestu. Suðlægari og rigning á morgun. Hiti 12 til 15 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Suðlæg átt, 3-8 m/s og víða lítilsháttar væta um tíma, en þurrt að kalla SA-lands. Hiti 13 til 20 stig, hlýjast A-til.
Á laugardag:
Suðaustan 5-10 m/s og dálítil væta á V-verðu landinu, annars hægari og úrkomulítið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast N- og A-til.
Á sunnudag:
Suðlæg átt og rigning með köflum. Hlýindi á öllu landinu, eiknum þó NA-lands.
Á mánudag:
Breytileg átt og vætusamt, en milt veður.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Líkur á norðanátt og heldur kólnandi veðri.