Sunnudagur 12. ágúst 2001 kl. 22:51
Sóttu mann með botnlangakast

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein kom síðdegis með veikan mann til Sandgerðis.Maðurinn var skipverji á Ingimundi SH og hafði fengið botnlangakast. Björgunarskipið fór til móts við Ingimund SH og mætti honum 6-7 mílur frá landi. Manninum var komið um borð í sjúkrabíl í Sandgerði sem kom honum undir læknishendur í Reykjavík.