Fréttir

Sóttu vélarvana skip
Frá verkefninu í morgun. Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn
Miðvikudagur 10. mars 2021 kl. 14:14

Sóttu vélarvana skip

Rétt fyrir klukkan átta í morgun var björgunarsveitin Þorbjörn kölluð út vegna vélarvana skips rétt um þrjár sjómílur frá Grindavík. Lagt var af stað á björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni rétt upp úr kl. 8 og var komið til hafnar í Grindavík rétt fyrir kl. 10, með skipið í togi.

Félagar í sveitinni eru eðlilega á tánnum vegna jarðhræringa og hrukku margir við þegar útkallsboð bárust í síma félagsmanna í morgun en sem betur fer var lítil hætta á ferðum og margir hverjir hreinlega ánægðir með tilbreytinguna.

Vel gekk að koma skipinu að bryggju þrátt fyrir hundleiðinlegt veður.

Fleiri myndir frá þessu verkefni má finna á Instagram síðu björgunarsveitarinnar.