Mánudagur 28. maí 2001 kl. 17:00
Sprengjuhótunarvaraliturinn fundinn

Varalitur sem notaður var til að skrifa sprengjuhótun á spegil farþegaþotu sem nauðlenti í Keflavík kl. 15:00 er fundinn. Hann er mikilvægt gagn í rannsókn hótunarinnar.Farþegar þotunnar eru nú í Leifsstöð en sprengjuleit stendur ennþá yfir.
Minni myndin er af flugmanni þotunnar þegar hann kom út úr skúr lögreglunnar við Leifsstöð.
Stærri myndin var tekin augnabliki eftir að þotan lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 15