Fréttir

Stækka golfvöllinn úr níu holum í átján
Fimmtudagur 30. september 2010 kl. 08:26

Stækka golfvöllinn úr níu holum í átján


Sveitarfélagið Vogar og Golfklúbburinn þar í bæ vinna saman að deiliskipulagi við Kálfatjörn en það miðast við að golfvöllurinn verði stækkaður úr níu holum í átján. Þessar níu viðbótarholur verða allar staðsettar sunnan við  Vatnsleysustrandarveginn þ.e. ofar í heiðinni. Á aðalskipulagi sveitarfélagsins er um 80 hekturum ráðstafað undir golfvöllinn. Að sögn Eirnýjar Valsdóttur, bæjarstjóra, er beðið eftir því að hönnunarvinnunni ljúki til að hægt sé að hefja framkvæmdir.

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson: Horft yfir hluta golfvallarins við Kálfatjörn