Fimmtudagur 20. júní 2002 kl. 08:11
Stöðvaður á ofsahraða innanbæjar

Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af um tug ökumanna á Njarðarbraut í Njarðvík í gærkvöldi og nótt vegna hraðaksturs. Sá sem hraðast ók var á 112 km. hraða þar sem hámarkshraði er 60 km.Þá var ökumaður tekinn á 116 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Annars var rólegt á vaktinni hjá lögreglunni í Keflavík.