Fréttir

Stöku él í dag og frystir á morgun
Þriðjudagur 7. nóvember 2006 kl. 09:22

Stöku él í dag og frystir á morgun

Veðurlýsing klukkan 6 í morgun: Þá var suðvestlæg átt á landinu, 5-10 m/s sunnan og vestantil, en annars heldur hægari. Léttskýjað suðaustan- og austanlands, en annars skýjað og sums staðar él. Hiti frá 4 stigum niður í 5 stiga frost, mildast við suðvesturströndina.

Klukkan 9 voru VSV 11 á Garðskagavita og 4.4.

Yfirlit
Um 250 km V af Bjargtöngum er minnkandi 990 mb lægð sem mjakast A. Milli Lófóten og Jan Mayen er 978 mb lægð sem fer ANA.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 5-10 m/s og él um landið vestanvert. Léttskýjað að mestu suðaustanlands, en hægari vindur, skýjað með köflum og stöku él um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 4 stig sunnan- og vestanlands, en annars hiti í kringum frostmark. Norðvestan 8-13 á morgun og snjókoma eða él, en hægari og bjart austantil fram að hádegi. Léttir til sunnanlands síðdegis og lægir vestanlands. Kólnandi veður.


Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 5-10 m/s og él. Norðvestan 10-15 í fyrramálið, en hægari og stöku él upp úr hádegi. Hiti 0 til 4 stig í dag, en frystir á morgun.