Stór hluti af þaki fauk í veðrinu
Stór hluti af þaki fauk í veðrinu sem nú gengur yfir Reykjanesskagann. Unnið er að endurbótum á húsinu sem áður var kennt við Vélsmiðju Ol. Olsen.
Engin slys urðu á fólki en tjónið er talsvert. Nú hefur sendibifreið verið lagt ofan á hluta af þakinu sem fauk og grafa heldur hinum hlutanum.


