Fréttir

Stór krani valt við flugstöðina
Miðvikudagur 22. febrúar 2017 kl. 16:01

Stór krani valt við flugstöðina

Stór krani valt á framkvæmdasvæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar nú áðan. Engin slys urðu á fólki.
 
Samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA var verið að snúa krananum og hann var ekki að hífa farm þegar eitthvað gaf sig með þeim afleiðingum að hann valt.
 
Vinnueftirlit og lögregla eru nú á vettvangi óhappsins en mikill erill er á framkvæmdasvæðinu en flugvélar stóðu ekki langt frá þeim stað þar sem kraninn valt.
 
Meðfylgjandi mynd var tekin á vettvangi. VF-mynd: Hilmar Bragi