Miðvikudagur 27. ágúst 2003 kl. 14:25
Stórt fiðrildi fannst í Bónus

Starfsmenn Bónusverslunarinnar í Njarðvík fundu í dag gríðarstórt fiðrildi. Starfsmennirnir fundu það utandyra og var það við góða heilsu. Þeir klófestu það og geymdu undir vatnskönnu á skrifstofunni. Töluvert hefur borið á svokölluðum Kóngasvörmum í sumar og samkvæmt heimildum Víkurfrétta er líklegt að um Kóngasvermi sé að ræða.Á myndinni sést að fiðrildið er töluvert stærra en krónupeningurinn.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson