Strekkingsvindur í dag

Suðvestan 5-13 m/s og skúrir, en heldur hægari vestlæg átt og skýjað með köflum eða bjartviðri um landið austanvert. Vestlæg átt, 3-8 á morgun og úrkomulítið vestantil síðdegis. Hiti yfirleitt 8 til 18 stig, hlýjast inn til landsins norðaustanlands í dag.