Fréttir

Fimmtudagur 6. maí 1999 kl. 13:00

STUTTAR FRÉTTIR

Skólinn rændur Aðfararnótt 2. maí sá einhver sig knúinn til að brjótast inn í Grunnskóla Grindavíkur og stela þaðan peningakassa sem innihélt 20-25 þúsundir króna. Málið er óupplýst. Verkafl með annan áfanga Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í fyrradag að taka tilboði Verkafls í 2. fráveituáfangaí Njarðvík upp á 30,5 millj. kr. Tilboðið var yfir kostnaðaráætlun eða 115,4%. Einar Haraldsson ráðinn framkvæmdastjóri Aðalstjórn Keflavíkur hefur ráðið Einar Haraldsson framkvæmdastjóra í fullt starf. Einar, sem er jafnframt formaður félagsins, hefur verið í aðalstjórn frá sameiningu íþróttafélaganna 6 í Keflavík 1994 og formaður síðan í febrúar 1998. Með ráðningunni er vonast til að rekstur félagsins verði markvissari og árangursríkari.