Styttir upp síðdegis

Um 400 km VSV af Reykjanesi er heldur vaxandi 993 mb lægð sem hreyfist NNA. Yfir Bretlandseyjum er 1030 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Suðlæg átt 10-18 m/s og rigning, en sums staðar talsverð rigning suðvestan- og vestanlands. Heldur hægari vindur um norðaustanvert landið. Vestlægari upp úr hádegi og dregur úr úrkomu. Suðvestan 10-15 í kvöld, en hægari í nótt og á morgun. Skúrir um landið vestanvert, en léttir smám saman til norðaustan- og austanlands. Hiti 8 til 15 stig.