Fréttir

Suðurnesjavettvangur í beinni útsendingu
Fimmtudagur 12. nóvember 2020 kl. 15:00

Suðurnesjavettvangur í beinni útsendingu

Síðustu mánuði hefur samstarfsverkefnið Suðurnesjavettvangur verið í fullum gangi. Sveitarfélögin fjögur á Suðurnesjum – Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Vogar –ásamt Isavia, Kadeco og Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, hafa tekið þátt í þeirri vinnu, þar sem Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafa verið höfð að leiðarljósi.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á opnum fundi hér á vefnum, kl. 15, fimmtudaginn 12. nóvember 2020, verður farið yfir niðurstöður úr umræðuhópum um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Einnig verða kynntar niðurstöður málefnahópa sem hafa starfað undanfarin misseri með þátttöku sveitarfélaga, fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga sem unnið hafa undir kjörorðinu Sjálfbær framtíð Suðurnesja.

Dagskrá fundarins:

Farið yfir niðurstöður málefnahópa

Blómlegt og öflugt atvinnulíf - Ásgeir Gunnarsson, bæjarstjóri Vogum

Traustir og hagkvæmir innviðir - Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæ

Vel menntað og heilbrigt samfélag - Fannar Ólafsson, bæjarstjóri, Grindavíkurbæ

Sjálfbært og aðlaðandi samfélag - Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæ

Lokasamantekt og síðan ávörp ráðherra og annarra gesta

  • Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
  • Ásta Bjarnadóttir, formaður verkefnastjórnar FOR um innleiðingu Heimsmarkmiða SÞ
  • Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Lokaorð - Hvatning - Undirritun yfirlýsingar bakhjarla um hröðun innleiðingar Hringrásarhagkerfisins á Suðurnesjum.