Fréttir

Sviptur ökuréttindum vegna ofsaaksturs
Föstudagur 12. september 2008 kl. 09:22

Sviptur ökuréttindum vegna ofsaaksturs

Nokkrir ökumenn þurfa að opna budduna á næstunni vegna hraðakstursekta síðustu tvo daga. Einn þeirra var tekinn á 189 km/klst á Reykjanesbrautinni í fyrradag á Stapanum. Hann var færður á lögreglustöðina við Hringbraut og sviptur ökuréttindum á staðnum.

Þá var annar ökumaður tekinn á 125 km/klst á Reykjanesbrautinnni og tveir voru teknir á yfir 50 km hraða þar sem hámarkshraði er 30.

Í gær var svo einn tekinn á 123 km/klst á Reykjanesbrautinni þar sem hámarkshraði er 90. Annar ökumaður var svo tekinn á Tjarnarbraut í Njarðvík á 56 km/klst en hámarkshraði þar er 30.