Svona er nýja hraunið
Almannavarnir hafa birt nýjar myndir af hraunflæðinu frá eldgosinu í Sundhnjúkum. Eins og sjá má er löng hrauntunga sem fór til vesturs og yfir bæði Grindavíkurveg og hitaveitulögnina til Reykjanesbæjar.
Mjög hefur dregið úr gosinu og er það nú á tveimur til þremur gígum. Lítilsháttar sprengivirkni er í gosinu sem virðist vera að komast í snertingu við grunnvatn.