Talsvert um umferðaróhöpp
Talsvert hefur verið um umferðaróhöpp á undanförnum dögum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Bílvelta varð á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjara og var ökumaður fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala í Fossvogi.
Þá urðu tvö umferðaróhöpp í Keflavík. Í öðru tilvikinu var bifreið ekið yfir á rauðu ljósi og hafnaði hún inni í hlið annarrar bifreiðar. Ekki urðu slys á fólki.
Enn fremur var ekið utan í vegrið á Reykjanesbraut við Hvassahraun. Bifreiðin var óökuhæf eftir óhappið en engin slasaðist.