Tannlæknar auglýsi gjaldskrá

Í frumvarpinu er gerð tillaga um að tannlæknum verði skylt að auglýsa gjaldskrá sína árlega, eins og áður sagði, sem og þegar gerðar eru breytingar á henni. Einnig er gerð tillaga um að gjaldskrá tannlækna skuli vera sýnileg.
Flutningsmenn segja í greinargerð að það sé mikilvægt að þeir sem hyggist leita sér tannlæknaþjónustu geti haft greiðan aðgang að gjaldskrám einstakra tannlækna. Lagt er til í frumvarpinu að ráðherra ákveði, með reglugerð, hvar birta beri auglýsingar um gjaldskrár. Skv. núgildandi lögum er starfandi tannlæknum bannað að auglýsa starfsemi sína sem og gjaldskrár.