Laugardagur 13. október 2007 kl. 11:58
Tekin fyrir óspektir

Kona var handtekin fyrir óspektir utan við skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og var vistuð um stund á lögreglustöðinni en sleppt lausri þegar runnin var af henni bræðin. Þrír ökumenn voru í nótt kærðir fyrir hraðakstur, en að auki var einn ökumaður kærður fyrir meinta ölvun við akstur hjá lögreglunni á Suðurnesjum þessa nóttina.
VF-mynd úr safni: Næturlífið í Reykjanesbæ