Tekin úr viðbragðsstöðu
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu (stand-by) vegna jarðskjálfta í Afganistan í gær. Þar sem enn hafa ekki borist óskir frá þarlendum stjórnvöldum, né frá nágrannaríkinu Pakistan, sem einnig varð illa úti í skjálftanum, um aðstoð erlendra rústabjörgunarsveita, er sveitin ekki lengur í viðbragðsstöðu.
Fjórir félagar úr Björgunarsveitinni Suðurnes eiga sæti í íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni. Hlutverk þeirra í sveitinni er skyndihjálp en sveitin er einnig skipuð rústabjörgunarmönnum og aðilum sem sérhæfa sig í uppsetningu fjarskipta.
Myndin var tekin í gær þegar björgunarsveitin var undirbúin fyrir hugsanlega brottför til Afganistan. VF-mynd: Hilmar Bragi