Laugardagur 6. október 2007 kl. 11:03
Tekinn á 131 á brautinni

Þrír ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær. Einn var tekinn á Grindavíkurvegi, á 109 km hraða á klst, og tveir voru teknir á Reykjanesbraut, annar á 131 og hinn á 121.
Þá var einn ökumaður tekinn fyrir að virða ekki stöðvunarskildu í Reykjanesbæ.