Teknir með fíkniefni
Lögreglumenn fundu nokkuð af fíkniefnum á tveimur mönnum í Reykjanesbæ í morgun. Rétt fyrir 06:00 höfðu lögreglumenn, við reglubundið eftirlit, afskipti af mönnunum þar sem þeir voru grunaðir um fíkniefnamisferli. Við leit á þeim fundust um sjö grömm af meintu hassi og um þrjú grömm af meintu amfetamíni. Þeir voru látnir lausir eftir yfirheyrslu.
Myndin er úr safni VF