Þetta svæði ber að varast
Það er mikilvægt að hafa í huga að næsta nágrenni gosstöðvanna er hættulegt svæði og geta aðstæður breyst hratt. Vísindaráð Almannavarna varar fólk við að dvelja nálægt gosstöðvunum. Helstu hættur í næsta nágrenni þeirra eru:
Viðvarandi gasmengun og hættan eykst þegar vind lægir.
Lífshættulegar gastegundir geta safnast í dældum og jafnvel verið banvænar.
Nýjar gossprungur geta opnast í næsta nágrenni eldstöðvanna með litlum fyrirvara.
Glóandi hraun getur fallið úr hraunjaðrinum og hröð og skyndileg framhlaup orðið þar sem nýjar hrauntungur brjótast fram úr hraunjaðrinum með miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum.