Fimmtudagur 4. mars 1999 kl. 21:58
ÞRENNT Á SJÚKRAHÚS

Harður árekstur varð á Reykjanesbrautinni skammt vestan Grindavíkurvegar sl. fimmtudag er bifreið er ekið var vestur Reykjanesbraut fór yfir á rangan vegarhelming og rakst á bifreið á leið í gagnstæða átt. Þrennt var í bifreiðunum og voru allir fluttir á sjúkrastofnanir, tvennt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og einn á sjúkrahús varnarliðsins.