Þrettándagleði í Grindavík

Fyrstur stígur á stokk Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri og mun hann flytja ávarp. Barnakórinn syngur, jólasveinarnir kveðja og Björgunarsveitin Þorbjörn verður með flugeldasýningu í dagskrárlok.
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu býður upp á vöfflur og heitt kakó í Saltfisksetrinu.
Kveikt verður í bálkestinum vestur í Bót kl. 18:00
Af vefsíðu Grindavíkur