Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Þriðja umferð Íslandsmótsins í kvartmílu
Miðvikudagur 29. júlí 2015 kl. 15:00

Þriðja umferð Íslandsmótsins í kvartmílu

-myndband

Þriðja umferð Íslandsmótsins í kvartmílu fór fram í Kapelluhrauni laugardaginn 25. júlí sl.

Keppnin byrjaði vel en ekki tókst að klára alla flokka vegna rigningar og verða þeir kláraðir á næsta Íslandsmóti sem fram fer 29. ágúst n.k.

Eitt nýtt Íslandsmet var sett í G+ hjólaflokki og var þar á ferð Guðmundur Guðlaugsson með tímann 9,432 sek á 153,64 mílum.
 
Úrslit dagsins voru eftirfarandi:
 
G+
1. Guðmundur Guðlaugsson
2. Birgir Kristinsson
 
TS
1. Garðar Ólafsson
2. Daníel G. Ingimundarson
 
OF
1. Harrý Þór Hólmgeirsson
2. Leifur Rósenbergson