Þriðja umferð Íslandsmótsins í kvartmílu
-myndband
Þriðja umferð Íslandsmótsins í kvartmílu fór fram í Kapelluhrauni laugardaginn 25. júlí sl.
Keppnin byrjaði vel en ekki tókst að klára alla flokka vegna rigningar og verða þeir kláraðir á næsta Íslandsmóti sem fram fer 29. ágúst n.k.
Eitt nýtt Íslandsmet var sett í G+ hjólaflokki og var þar á ferð Guðmundur Guðlaugsson með tímann 9,432 sek á 153,64 mílum.
Úrslit dagsins voru eftirfarandi:
G+
1. Guðmundur Guðlaugsson
2. Birgir Kristinsson
TS
1. Garðar Ólafsson
2. Daníel G. Ingimundarson
OF
1. Harrý Þór Hólmgeirsson
2. Leifur Rósenbergson

