Þrír menn alvarlega slasaðir

Ökumaður var einn í annarri fólksbifreiðinni en þrír í hinni. Fólkið í fólksflutningabifeiðinni mun hafa sloppið með minni háttar meiðsli, en ökumenn fólksbifreiðanna voru mjög alvarlega slasaðir. Ekki er vitað á þessari stundu með líðan farþeganna í annarri fólksbifreiðinni. Lögreglumenn eru enn að störfum á slysstað og samkvæmt fréttatilkynningu frá Lögreglunni í Keflavík er ekki hægt að segja meira um málið á þessari stundu.
VF-ljósmynd: Af slysstað í morgun.