Þung færð á Vallarheiði

Íbúi í háskólaþorpinu sagðist í samtali við Víkurfréttir ekki hafa orðið var við snjóruðningstæki. Fáir voru á ferli utandyra en einhverjir höfðu fest bíl sinn langt frá heimili sínu og þurft að ganga langa leið í hríðarbyl fyrr í kvöld.
Nú er hins vegar farið að blotna vel í snjónum.