Fréttir

Þykknar upp á morgun
Þriðjudagur 4. júní 2002 kl. 17:10

Þykknar upp á morgun

Það er um að gera að njóta góða veðursins í dag því von er á breytingu á veðrinu á morgun. Gert er ráð fyrir að það þykkni upp annað kvöld.Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hæg breytileg átt og léttskýjað í kvöld, en suðaustan 5-8 og skýjað að mestu þegar kemur fram á morgundaginn. Bætir lítið eitt í vind og þykknar upp annað kvöld. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast í uppsveitum.

Veðurspá Veðurstofu Íslands gerð 4. 6. 2002 - kl. 16:05

Bárður Sindri, sonur fréttastjóra Víkurfrétta, er því vil öllu búinn og hefur sett upp regnhlífina.